*

Tíska og hönnun 1. desember 2017

Formleg opnun Ellingsen

Verslunin er tilbúin eftir að hafa farið í gegnum miklar breytingar á árinu.

Ellingsen húsið að Fiskislóð 1 hefur farið í gegnum miklar breytingar á árinu sem er að líða en nú er þeim að mestu lokið og endurbætt Ellingsen verslun tilbún.

Húsinu var skipt upp í fimm einingar og hafa nú þegar þrjú ný fyrirtæki hafið störf þar en þau eru Lyf og Heilsa, Gæludýr.is og Sjúkraþjálfun Reykjavíkur sem staðsett er á 2. Hæðinni sem reist var í húsinu í breytingunum. Sölvi Snær Magnússon markaðsstjóri Ellingsen segir aðeins einu plássi enn óráðstafað í húsinu en segist gera ráð fyrir sterku og góðu fyrirtæki í það fljótlega.

Að því tilefni að endurbótunum á versluninni sé lokið ætlar Ellingsen að bjóða til formlegrar opnunnar á morgun, laugardaginn 2.desember og bjóða dyggum viðskiptavinum sínum upp á 20% afslátt af öllum vörum.

Hinn vinsæli Dj. Jónas Óli mun spila skemmtilega tónlist og sjá til þess að gestir og gangandi komist í gott helgarskap.

Að sögn Sölva eru vinsælustu jólagjafirnar hingað til frá merkjum Sorell og Devold. En að einnig séu Duggara- og hettupeysa Ellingsen búnar að vera afar vinsælar í pakkana. „Svo er auðvitað klassískt að gefa góða úlpu og úrvalið er hvergi meira en hjá okkur,“segir Sölvi að lokum.