*

Sport & peningar 17. október 2012

Formúlan kannski á markað á næsta ári

Bernie Ecclestone hefur verið á bremsunni í Formúlunni í ár. Til stóð að stefna á kauphallarskráningu í sumar.

Það stóð til að skrá Formúlu 1 keppnina á hlutabréfamarkað í júní á þessu ári en skráningunni var frestað um óákveðinn tíma.

„Skráningin fer ekki fram á þessu ári en á næsta ári ef markaðsaðstæður breytast,“ segir Bernie Ecclestone, yfirmaður keppninnar, í samtali við The Daily Telegraph.

Óvissa ríkir einnig um hinn svokallaða Concorde-samning sem skyldar lið til keppni sem skráð eru í Formúlu 1. Samningurinn rennur út í lok þessa árs og hefur ekki verið framlengdur. Mercedes var talið vera eina liðið sem var ósátt við þau kjör sem voru í boði.