*

Bílar 29. júní 2020

Formúlu 1 tímabilið hefst 2. júlí

Formúlu 1 tímabilið hefur tafist sökum áhrifa af COVID-19 en hefst 2. júlí næstkomandi, 8 keppnir eru á dagskrá eins og er.

Formúlu 1 tímabilið hefst 2. júlí næstkomandi en hún verður einungis sýnd hérlendis á Viaplay, með íslenskum lýsendum. Fyrsta keppnin, verður Austurríkiskappaksturinn á Red Bull brautinni 2.–5 júlí.

Eins og staðan er núna eru átta keppnir komnar á dagskrá fyrir þetta tímabil, en þær sem eftir eru verða settar á dagskrá eftir því sem hægt er að teknu tilliti til allra öryggiskrafna í tengslum við Covid-19 faraldurinn. 

„Mótorsportið hefur aldrei lent í öðru eins. Yfir þriggja mánaða lokun er nú loksins yfirstaðin, og ég veit, að allir í mótorsportheiminum hlakka eins og smákrakkar til þess að Formúla 1 fari af stað í Evrópu. Eðlilegt ástand snýr aftur og ég hlakka ótrúlega til“, segir nífaldur Le Mans-sigurvegari og sérfræðingur í Formúlu 1, Tom Kristensen.

Stikkorð: Formúla 1  • COVID-19