*

Bílar 22. september 2013

Fornbílar hækka mjög í verði

Verð á lúxusbílum hefur hækkað talsvert meira en gull, frímerki og listaverk á síðastliðnum tíu árum.

Það getur margborgað sig að eiga fornbíl. Fyrirtækið Knight Frank tekur reglulega saman lúxusvísitölu þar sem fram kemur hækkun á flokkum eins og listaverkum, vínum, fornbílum, skartgripum og antíkhúsgögnum. Síðasta árið hefur verð á fornbílum hald­ið vísitölunni uppi á meðan gullverð hefur dregið hana niður.

Heildarhækk­un á lúxusvörum yfir árið nemur 7% samkvæmt samantektinni, en það er fimm prósentustigum lægra en hækkun FTSE 100 vísitölunnar í London.

Verð fornbíla hefur hækkað langmest í lúxusflokknum eða samtals um 430% á tíu árum. Á sama tíma hefur gull hækkað um 273%, frímerki um 255% og listaverk um 183%. Antíkhúsgögn hafa aftur á móti lækkað í verði um 19% á tímabilinu.

Stikkorð: Mercedes Benz  • Lúxusbílar