*

Tölvur & tækni 11. nóvember 2014

Forrit á netinu

Þeir dagar eru liðnir að allir þurfi að hafa Microsoft Office pakkann tiltækan.

Menn hafa lengi vanist því að þurfa að hafa alls kyns forrit handbær á tölvunni til þess að sinna dagsins önn og amstri, en á tímum netsins og skýsins gegnir orðið öðru máli.

Þeir dagar eru liðnir að allir þurfi að hafa Microsoft Office pakkann tiltækan og jafnvel býsna sérhæfð forrit eiga sér hliðstæður, sem nota má í nánast hvaða vafra sem er og þar af leiðandi á flestum nýlegum tölvum, hvort heldur eru á borði eða lófa.

Google Drive • Ýmsir hafa notað forrit eins og OpenOffice í stað MS Office, en fyrir flesta dugar Google Drive. Það inniheldur ritvinnslu, töflureikni, kynningar o.s.frv., vistar allt í skýinu og hefur raunar ýmsa einstaka hópvinnufídusa í kaupbæti. Og allt ókeypis. » drive.google.com

Prezi • Kynningarnar úr Powerpoint eru jafnspennandi og hafragrautur frá því í vor, en flestir svölu krakkarnir nota Keynote frá Apple. Menn ættu þó ekki að láta Prezi framhjá sér fara, sem býður upp á einstaklega glæsilegar, handhægar og áhrifamiklar kynningar. » prezi.com

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Google Drive  • Prezi