*

Bílar 24. maí 2013

Forsætisráðherra kominn á nýjan bíl

Forsætisráðuneytið hefur fengið afhentan Mercedes Benz E 250 sem ráðherrabíl.

Forsætisráðherra hefur tekið í notkun nýja bifreið. Hún er af gerðinni Mercedes Benz E 250 CDI, sem er millistærð frá lúxusbílaframleiðandanum. Bíllinn var skráður 17. maí.

Bílinn tekur við að BMW 730 Li sem Jóhanna Sigurðardóttir hafði til afnota. Jóhanna fékk Benzinn í lok síðustu viku og kom á sinn síðasta ríkisráðsfund á Benzinum.

Minni bíll en forverinn

BMW 730 Li er umtalsvert stærri bíll en sá nýi. E Class er í sömu stærð og 5 línan frá BMW en Sjöan er í sömu stærð og S Class frá Benz. Að auki var BMW sérstaklega lengdur (L í númerinu) sem hentar vel þegar maður hefur bílstjóra.

Hægt er að fá E línuna í lengri gerð en bíll forsætisráðherra er í venjulegri lengd.

Bíllinn er með dísel vél sem skilar 204 hestöflum og kemst hraðast í 238 km á klukkustund. Vélin eyðir 5,7 lítrum í blönduðum akstri sem telst gott fyrir þennan stærðarflokk. Bíllinn er fjórhjóladrifinn, í Elegance útgáfu og með leðuráklæði.

Listaverð á bílnum hjá bílaumboðinu Öskju er um 11 milljónir króna.

Hér sést Jóhanna stíga úr nýju drossíunni á Bessastöðum, í síðasta sinn.

Hér má sjá landbúnaðartækið , eins og forsætisráðherra kallar pallbílinn, og nýjan ráðherrabíl í bakgrunni.

Stikkorð: BMW 7  • BMW 7 línan  • Mercedes Benz E  • BMW 4