*

Tölvur & tækni 29. mars 2017

Forsala á Samsung Galaxy S8 hafin

Mikil spenna hefur ríkt á meðal tækniáhugafólks undanfarið en Samsung kynnti í dag nýjustu viðbótina á farsímamarkaðinn og ber síminn heitið Samsung Galaxy S8.

Kolbrún P. Helgadóttir

Síminn fer í almenna sölu hjá Nova 28. apríl næstkomandi en forsala er þegar hafin inni á www.nova.is og fá viðskiptavinir sem kaupa í forsölu símann afhentan 8 dögum áður en hann fer í almenna sölu, eða þann 20. apríl.

Samsung Galaxy S8 er svipaður að stærð og Galaxy S7 og það verða líka tvær stærðir í boði af nýju týpunni. Það sem er þó öðruvísi við þá nýju er að skjárinn á S8 er mun stærri en á forvera hans en minni týpan er með 5.8 tommu skjá og sú stærri með 6.2 tommu. Skjárinn er nú þrískiptur og getur notandinn því til dæmis horft á efni og twittað í leiðinni. Síminn verður fáanlegur í 3 litum og er áhugavert að sjá að engir takkar eru á framhlutanum eins og áður hefur verið á símum frá Samsung.

Þuríður Björg Guðnadóttir sölu og þjónustustjóri hjá Nova er stödd í London og var rétt í þessu að fá afhentann símann fyrst Íslendinga.

 

Stikkorð: Nova  • tækni  • sími