*

Hitt og þetta 13. september 2013

Höll Assads Sýrlandsforseta

Japanski arkitektinn Kenzo Tange teiknaði forsetahöllina í Sýrlandi. Höllin þykir einstaklega íburðarmikil.

Yfir 100 þúsund óbreyttir borgarar hafa látið lífið í stríðinu í Sýrlandi. Á meðan á stríðsátökunum stendur hefur lífstíll fjölskyldu Assads forseta Sýrlands vakið athygli fyrir mikinn íburð.

Oliver Wainwright hjá The Guardian skrifaði grein um forsetahöllina sem situr í klettunum fyrir ofan Damascus. Bygging hallarinnar tók fimm ár og var byggð á síðari hluta níunda áratugarins. Það var faðir Assads sem lét byggja höllina en hún kostaði einn milljarð dali í byggingu. Höllin var teiknuð af Kenzo Tange, Pritzker verðlaunahafanum í arkitektúr en hann á heiðurinn á mörgum frægum byggingum í Japan.

Höllin þykir í sama stíl og flottar villur á Malibúströnd í Bandaríkjunum og þar mundi höllin eflaust passa vel inn ef ekki væri fyrir stærðina en hún er rúmlega 51 þúsund fermetrar.

Dæmi um íburð er salur í höllinni sem er klæddur marmara þar sem ein marmarahellan kostar rúmar 18 þúsund krónur svo kostnaðurinn bara við marmarann var 415 milljónir króna. Og svona salir voru um alla höll. Sjá nánar hér. 

 

Stikkorð: Sýrland  • Arkitektúr  • Assad