*

Matur og vín 27. maí 2016

Forseti frá Ölvisholti

Nýr bjór frá Ölvisholti fær nafnið Forseti.

Eydís Eyland

Í næstu viku kemur á markað bjórinn Forseti frá Ölvisholti sem á vel við í ljósi forsetakosninga. Forseti frá Ölvisholti er sumarbjórinn þeirra í ár. Tvær útgáfur af Forseta-flöskumiðanum verða í boði, þá kvenkyns- og karlkynsklæðum. 

"Bjórinn er Session IPA bjór. IPA bjór er humlaður bjór sem hefur mikla beiskju og mikið humlabragð. En Session IPA hefur minna áfengismagn, beiskjan er minni en humlabragðið heldur sér. Bjórinn er 4,6% á meðjan venjulegur IPA er á bilinu 6-7%. Bjórinn er ósíaður þannig að neytendur eru að fá hann beint úr tankinum án allra meðferða," segir Elvar Þrastason, yfirbruggmeistari Ölvisholts. 

Stikkorð: Bjór  • Ölvisholt  • Forseti  • IPA