*

Menning & listir 7. september 2013

Forsýning alla helgina fyrir haustuppboð í Gallerí Fold

Boðin verða upp verk eftir Louisu Matthíasdóttur, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Gunnlaug Scheving.

Haustuppboð Gallerís Foldar fer fram mánudaginn 9. september 2013 kl. 18. Forsýning verka er alla helgina.

Helstu listaverk sem boðin verða upp eru olíumálverk eftir Louisu Matthíasdóttur, Jóhannes S. Kjarval, Jón Stefánsson, Ásgrím Jónsson og Gunnlaug Scheving. Þá verður boðin upp tvö verk eftir Kristján Davíðsson og eitt eftir Jón Engilberts. Einnig verða boðin upp verk unnin á pappír eftir Jón Engilberts, Gunnlaug Blöndal og Nínu Tryggvadóttur. Einnig verða boðin upp listaverk eftir Pétur Gaut, Erró, Braga Ásgeirsson, Hafstein Austmann og Kristínu Gunnlaugsdóttur.

Stikkorð: Gallerí Fold