*

Hitt og þetta 8. september 2006

Fótboltafréttir frá Gras.is í GSM síma hjá Og Vodafone

Nú geta GSM notendur hjá Og Vodafone fengið fréttir frá fótboltavefnum Gras.is beint í farsímann, segir í sameiginlegri frétt. Hægt er að skoða knattspyrnufréttir frá Englandi, Þýskalandi, Spáni, Meistaradeild Evrópu og einnig frá íslensku knattspyrnunni.

Gras.is er einn af stærstu fótboltavefjum landsins. Vefurinn er uppfærður oft á dag og veitir notendum þannig aðgang að nýjustu fréttum úr heimi knattspyrnunnar um leið og þær koma á vefinn.

Fréttir frá Gras.is er að finna í Vodafone live! þjónustunni hjá Og Vodafone. Í Vodafone live! er hægt að sækja ýmiss konar þjónustu, t.d. fréttir, veður, hringitóna, leiki og mikið magn íþróttafrétta.

Gras.is er í eigu D3 sem reka marga af stærstu vefjum landsins t.d. Vísir.is, Tónlist.is og Blog.Central.is. D3 og Og Vodafone vinna náið saman með efni í farsíma og eru fréttir frá Gras.is í GSM síma hjá Og Vodafone ein af mörgum nýjungum sem eru væntanlegar úr samstarfinu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is