*

Bílar 27. júní 2018

Fótboltamenn dýrka Ferrari

Þeir eru gríðarlega hraðskreiðir og flottir. Líklega er það ástæðan fyrir því að margir af frægustu knattspyrnumönnum heims falla fyrir Ferrari sportbílum.

Christian Ronaldo á Ferrari 599 GTO sem er hörkukerra og flýgur áfram á hraðbrautinni eins og portúgalasa knattspyrnugoðið gerir inni á vellinum með Real Madrid og portúgalska landsliðinu. Ronaldo á einnig Ferrari F12 TDf sem er ekki síður flottur sportbíll.

Ronaldo er mikill bíladellukall og á marga flotta sportbíla í safninu sínu auk Ferrari-bílanna tveggja, m.a. Bugatti Chiron, Lamborghini Aventador og Bentley Continental. Argentíska fótboltaundrið Lionel Messi er sérstaklega hrifinn af sportbílum og á m.a. Ferrari 430 Spider í bílasafninu sínu sem samanstendur af mörgum ótrúlega flottum bílum.

Robert Lewandowski á tvo magnaða Ferrari bíla. Hann á bæði Ferrari F12 Berlinetta og nýjan LaFerrari sem er enn hraðskreiðari. Það hæfir hinum fljóta og marksækna framherja Bayern München og pólska landsliðsins. Hann sést til skiptis á bílunum í München og nágrenni og getur leikið sér á þeim á Autobahnhraðbrautunum. 

Nánar er fjallað um málið í Bílum, sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.