*

Menning & listir 4. mars 2021

„Fótboltamenn“ fóru fyrir metfé

Verkið „Fótboltamenn“ eftir Sigurjón Ólafsson seldist fyrir 8,7 milljónir króna sem er met fyrir skúlptúr á uppboði á Íslandi.

Metverð fékkst fyrir skúlptúrinn „Fótboltamenn“  eftir Sigurjón Ólafsson á sérstöku vefuppboði hjá Fold uppboðshúsi.

Verkið seldist selt á 7,8 milljónir króna að uppboðsgjöldum meðtöldum og er það hæsta verð sem fengist hefur fyrir skúlptúr á uppboði hér á landi samkvæmt tilkynningu frá Jóhanni Ágústi Hansen, framkvæmdastjóra Gallerí Fold.

Bronsskúlptúrinn gerði Sigurjón upphaflega árið 1936 og stendur stækkuð gerð hans á Faxatorgi á Akranesi. Sá sem nú var boðinn upp er einn af sex sem gerðir voru og seldir til stuðnings Listasafni Sigurjóns Ólafssonar árið 1991.

Olíumálverk eftir Júlíönu Sveinsdóttur var einnig selt fyrir metfé en það var selt á tæpar 1,4 milljónir króna sem er hæsta verð sem fengist hefur fyrir verk listakonunnar á uppboði. Þá seldust einnig olíumálverk eftir Louisu Matthíasdóttur á 3,3 milljónir og Karl Kvaran sem seldist á 3,7 milljónir króna á uppboðinu.

Fótboltamenn efitr Sigurjón Ólafsson: