*

Hitt og þetta 12. desember 2013

Fótbolti vinsælasta málið á Twitter í Bretlandi 2013

Þegar notkun Breta á samfélagsmiðlinum Twitter er skoðuð kemur í ljós að athugasemdir um fótbolta eru vinsælastar.

Þegar notkun Breta á Twitter er tekin saman fyrir árið 2013 kemur í ljós að málefni sem tengjast fótbolta eru vinsælast.

Aðrar stórar „Twitter” stundir voru þegar Andy Murray vann Wimbledon tennismótið, hljómsveitin Mumford & Sons lék á Glastonbury hátíðinni og síðan sjálft gamlárskvöld.

Þegar endurbirt tíst eru tekin saman (þegar fólk birtir annarra manna tíst) þá var strákasveitin One Direction í fyrsta sæti. Þrjú af fimm efstu endurbirtum tístum ársins voru frá hljómsveitinni. Eitt var þegar einn meðlimanna varð tvítugur og hljóðaði svo: „Jess! Ég er tvítugur! Wuhú! Ekki lengur táningur!”

Þegar endurbirt tíst um allan heim eru skoðuð er vinsælast að deila tísti um harmleiki, ekki gleðilega atburði.

Á BBC er fjallað nánar um tölfræði Twitter fyrir árið 2013.

Stikkorð: Bretland  • Twitter