
Leiðin á milli Parísar og Barcelona mun brátt taka aðeins 6 klukkustundir og 25 mínútur. Hraðlestin TGV mun bjóða upp á þessa nýju leið frá og með 15. desember næstkomandi. Og nú þarf ekki að skipta um lest á leiðinni.
Þeir sem leggja af stað frá London kl. 09:31 að morgni mega búast við því að koma til Barcelona 10 klukkustundum og 9 mínútum síðar. Þetta eru þremur og hálfur tíma styttri ferð en áður.
Mark Smith, sem rekur vefsíðuna Man in Seat 61, er búinn að næla sér í miða með fyrstu ferðinni. Lestin er á tveimur hæðum og hann mælir með því að fólk sitji á efri hæðinni og horfi út. Leiðin sé falleg, horfa má yfir frönsk smáþorp þjóta framhjá á ógnarhraða og einnig vötn með bleikum flamingófuglum á sumrin. Sjá nánar á The Telegraph.