*

Ferðalög & útivist 23. september 2016

Fræga fólkið notar Airbnb

Stjörnur á borð við Gwyneth Paltrow, Maria Carey og Emma Stone munu hafa nýtt sér þjónustu Airbnb.

Leikkonan Gwyneth Paltrow er mikill aðdáandi Airbnb að því er fram kemur á breska vefmiðlinum Redonline. Greinir miðillinn frá að hún hafi meðal annars leigt glæsihús í bænum Cruz de Huanacaxtle, sem er skammt frá Puerto Vallarta í Mexíkó. Nóttin kostaði leikkonuna ríflega milljón krónur.

Söngkonan Mariah Carey hefur einnig nýtt sér Airbnb. Þegar hún var við tökur á heimildarmynd fyrir E! sjónvarpsstöðina á Ítalíu leigði hún sér glæsivillu við Como-vatn. Borgaði hún 1,3 milljónir fyrir nóttina.

Redonline segir frá því að Ashton Kutcher, Emma Stone og fleiri stjörnur nýti sér reglulega þjónustu Airbnb.

Stikkorð: Airbnb