*

Menning & listir 12. mars 2013

Framandi menningarsetur í Kína – Myndir

Til stendur að byggja ótrúlegt menningarsetur í Changsha í Kína. Byggingarnar verða þrjár og verða viðburðir allan sólarhringinn.

Teikningarnar fyrir alþjóðlegt menningar- og listasetur í Changsha eru klárar og nú þarf bara að fara að byggja. Borgin Changsha er höfuðborg Hunan héraðs sem er 660 kílómetrum norður af Hong Kong.

Byggingarnar sem til stendur að reisa eru þrjár, tónleikahús sem tekur 1800 manns í sæti, annað minna tónleikahús sem tekur 500 manns í sæti og síðan safn.

Byggingarnar eru hannaðar af Zaha Hadid Architects. Í hverri byggingu fyrir sig verða veitingastaðir, barir og annað huggulegt fyrir gesti og gangandi.

Stefnt er að því að hafa menningarmiðstöðina opna allan sólarhringinn. Þegar tónleikum lýkur í stærra húsinu þá opnar safnið og þegar safnið lokar þá hefjast tónleikar í minna tónleikahúsinu og svo koll af kolli.

Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær framkvæmdir hefjast og kostnaður liggur ekki fyrir. En hönnunin þykir engu að síður nýstárleg og sérstök eins og sést á myndunum.

 

Stikkorð: Kína  • Menning  • Hönnun  • Kína