*

Bílar 22. janúar 2012

Framleiðslu á vinsælustu drossíu Bandaríkjanna hætt

Lincoln Town Car hefur lengi verið vinsælasta lúxusbifreiðin í Bandaríkjunum.

Lincoln Town Car hefur verið vinsælasta lúxusbifreiðin í Bandaríkjunum um langt árabil meðal þeirra sem vilja láta einkabílastjóra aka sér. Sést þetta vel á götum stórborga Bandaríkjanna eins og New York, þar sem gulu leigubílarnir eru þó algengari.

Framleiðslu bílsins verður hætt innan skamms og til marks um það er ekki boðið upp á árgerð 2012. Við tekur nýr bíll, Lincoln MKT, en margir efast um að hann muni njóta sömu vinsælda og Town Car.

Lincoln, sem er lúxusmerki Ford, hóf framleiðslu á Town Car árið 1981. Bíllinn er náskyldur Ford Crown Victoria en flestir leigubílar í New York eru af þeirri gerð þóþeim fari ört fækkandi. Framleiðslu Crown Victoria verður hætt í ár.

Enn er hægt að fá að kaupa 2011 módelið af Town Car eins og sjá má á heimasíðu Lincoln.  Kostar grunngerðin af bílnum tæpar sex milljónir króna í Bandaríkjunum. 

Hægt er að smella á myndirnar til að stækka þær.

Lincoln Town Car í New York.

LIncoln Town Car frá 1992.

Lincoln Town Car frá 1985.

Stikkorð: Lincoln  • Lincoln Town Car