*

Tölvur & tækni 24. mars 2012

Framtíð CCP ræðst af velgengni nýja tölvuleiksins

Nýr tölvuleikur CCP, Dust 514, var kynntur fyrir spilurum EVE Online í vikunni við góðar undirtektir.

Framtíð CCP til næstu ára mun ráðast af velgengni skotleiksins Dust 514, sem heimsfrumsýndur var á fimmtudaginn síðastliðinn á spilarahátíð CCP í dag, fimmtudag. Með því er ekki sagt að sjálf tilvera CCP hangi á spýtunni, því fyrsti leikurfyrirtækisins, EVE Online, malar enn gull fyrir skapara sína. Vel heppnuð útgáfa á nýjum leik gæti hins vegar skotið fyrirtækinu upp á næsta þrep og auðveldað mjög vöxt þess og viðgang til lengri tíma.

Sú ákvörðun CCP að hafa nýja skotleikinn Dust 514 algerlega ókeypis fyrir alla eigendur PlayStation 3 leikjatölva er tiltölulega nýtekin, en hún getur haft mjög mikil áhrif á mögulega velgengni leiksins og þar með fyrirtækisins sjálfs. Það að bjóða spilurum tölvuleiki ókeypis, en reyna svo að fá þá til að kaupa viðbætur, aukahluti eða aðra hjálp fyrir peninga, er ekki ný af nálinni. Viðskiptamódelið, sem kallað er „Free-To-Play“ eða „F2P“, hefur hins vegar verið að sækja í sig veðrið á undanförnum árum þótt það hafi einkum verið annars flokks leikir sem hafa nýtt sér það á Vesturlöndum. Þetta er þó að breytast og segja má að skotleikurinn Dust 514 verði fyrsti leikur sinnar tegundar sem nýtir sér þetta viðskiptamódel.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.

Stikkorð: CCP  • Dust 514