*

Bílar 25. nóvember 2014

Framtíðarbíll frá Mercedes-Benz

Hug­mynda­bíllinn Mercedes-Benz G-Code var kynnt­ur til sög­unn­ar í Pek­ing á dögunum.

Bíllinn var kynnt­ur til sög­unn­ar við opn­un nýrr­ar rann­sókn­ar- og þró­un­ar­miðstöðvar í Pek­ing. Bíllinn er tímamótaverk í tækni og hönnun Mercedes-Benz og ljóst að hér er á feðrinni bíll sem við munum jafnvel sjá verða að veruleika í nánustu framtíð. Sér­stakt silf­ur raflakk er á bílnum sem umbreyt­ir yf­ir­bygg­ing­unni nokkurn veginn í eina alls­herj­ar sól­orkuraf­hlöðu sem sér raf­magns­hluta tvinnaflrás­ar þessa fjórhjóladrifsbíls fyr­ir orku.

Framgrill hugmyndabílsins G-Code er inn­rammað af LED-aðalljós­um og sömu ljósa­tækni er beitt í ljós­aræmu á aft­ur­end­an­um sem teyg­ir sig þvert yfir bíl­inn. Heil­myndað fram­grillið gef­ur til kynna hvort bíln­um sé ekið á sam­eig­in­legri afl­rás­inni eða á rafmagninu. Framtíðarhugsunin er greinilega til staðar þarna í þessum magnaða hugmyndabíl. ,,Þetta er umfangsmesta bílþróun sem fyrirtækið hefur nokkru sinni ráðist í," segir Thomas Weber, yf­ir­maður rann­sókna- og þró­un­ar hjá Mercedes-Benz.

Það eru sannarlega spennandi tímar framundan hjá Mercedes-Benz en þýski lúxusbílaframleiðandinn boðar tólf ný módel fram til ársins 2020.

Stikkorð: Mercedes Benz