
BMW birti á dögunum myndband af því sem þeir kalla framtíðarsportbíllinn. Myndbandið er full rafmagnað en í takt við bílinn sem er knúinn áfram af rafmagnsmótor auk bensínvélar.
i8 fer í framleiðslu og hann kemur með 1,5 lítra bensínvél sem skilar 231 hestafli og knýr afturhjólin.
Rafmagnsmótorinn er 131 hestafl og knýr framhjólin. Bíllinn nær 120 km hraða á klukkustund og getur farið mest 35 km á rafmagninu einu.