*

Tölvur & tækni 3. janúar 2013

Framtíðin í tannhirðu og snjósleði fyrir Batman

Tannhirða, kaffilögun og skemmtun í snjónum eru meðal þess sem græjur ársins bjóða upp á.

Í tímariti Viðskiptablaðsins, Áramót, var farið yfir tíu helstu græjur ársins 2013. Hér verður farið yfir þrjár þeirra, þ.e. þær græjur sem lentu í 7.-5. sæti í röðinni.

 

Philips Airfloss Pro

Tannlæknar skipa okkur að flysja tennurnar tvisvar á dag og það svo duglega að menn gera varla mikið meira. Og svo sker tannþráðurinn glerunginn smám saman. Airfloss frá Philips leysir vandann með því að nota loft og úða af vatni eða munnskoli til að hreinsa á milli tannanna á örskotsstundu og það einstaklega vel. Airfloss er hluti af hinni rómuðu SonicCare línu Philips og því rakið að taka rafmagnsbursta með í pakkanum.

Bodum Pebo

Hún er óneitanlega sérstök í útliti þessi lofttæmiskaffikanna en kaffið sem úr henni kemur er enn sérstakara því uppáhellingurinn felur í sér alla þá kaffiolíu og bragðefni sem í kaffinu býr. Þar fyrir utan er mjög tilkomumikið að fylgjast með því þegar vatnið rís og fer að síast niður. Eini gallinn er að maður finnur ekki ilminn af nýlöguðu kaffinu fyrr en það er til og efri kannan er fjarlægð.

Snolo Stealth-X

Þetta er sleðinn sem Batman dreymir um. Sleðinn er úr kolefnistrefjum og nær mun meiri hraða en venjulegir sleðar, allt að 65 km/klst., svo það er vissara að hafa hjálminn með.

Stikkorð: Græjur ársins