*

Bílar 14. júlí 2017

Framúrstefnulegur Kia Stonic

Kia Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia en hann er væntanlegur á markað í haust.

Kia Stonic er fyrsti smájepplingurinn frá Kia en hann er væntanlegur á markað í haust. Smájeppinn kemur í kjölfar Hybrid bílsins Kia Niro og ljóst að suður-kóreski bílaframleiðandinn ætlar að efla framleiðslulínuna töluvert. 

Hönnunin á Kia Stonic er nokkuð djörf og framsækin og ljóst að þessi bíll mun skera sig talsvert úr í borgarumferðinni. Í yfirbyggingunni bílsins eru beittar, láréttar formlínur áberandi. Bíllinn er með tveggja litatóna þaki og hægt er að velja um liti og ýmislegt fleira í innanrýminu til að persónugera bílinn eftir hugmyndum hvers og eins. Hægt er að velja um D-laga stýri sem er svolítið nýstárlegt. Bíllinn er ansi tæknivæddur og hægt er m.a. að ræsa vélina með þartilgerðum snjalllykli. Hann er vel búinn ýmsum öryggisbúnaði m.a. með bakkmyndavél, athyglisvara og blindblettsvara. Kia Stonic er með 1,0 lítra vél sem skilar 120 hestöflum.

Stikkorð: Kia  • bílafrétt  • Stonic