*

Bílar 28. apríl 2017

Franskur Alpine sportbíll

Framendi nýja sportbílsins Alpine A110 frá Renault vekur athygli fyrir sérstaka hönnun.

Það eru fimm ár síðan Renault gerði samning við Caterham um framleiðslu á Alpine sportbíl. Caterham hætti svo við en Renault hélt áfram smíðinni. Bíllinn leit dagins ljós nýverið og var beðið með talsverðrar eftirvæntingu enda framlag Frakka í harða baráttu á sportbílamarkaðnum.

Nýi Alpine A110 er með fallegar línur en framendinn vekur athygli fyrir sérstaka hönnun. Það eru fjögur framljós og tvo hringlaga nær miðjunni, rétt fyrir ofan stuðarann. Þetta er að öðru leyti klassískur tveggja sæta sportbíll með coupe lagi. Vélin er 1,8 lítra, fjögurra sílindra með túrbínu sem skilar 249 hestöflum og 236 NM í togi. Bíllinn fer í hundraðið á aðeins 4,5 sekúndum sem er svipað og Porsche Cayman sem er einn af höfuðkeppinautunum.

Alpine A110 er rétt rúmlega þúsund kíló að þyngd sem er svipað og Renault Clio. Bíllinn er með 7 gíra sjálfskiptingu frá Getrag og bremsur frá Brembos. Bíllinn er með þremur aksturskerfum, Normal, Sport og Track sem gefur skemmtielga valmöguleika í akstrinum.

Stikkorð: Renault  • Caterham  • Alpine