*

Bílar 3. mars 2015

Franskur Cactus kemur sterkur inn

Citroen Cactus virðist vera einn best heppnaði bíll sem Frakkar hafa sent frá sér lengi.

Róbert Róbertsson

Citroën C4 Cactus hefur sankað að sér verðlaunum á undanförnum mánuðum og virðst vera einn best heppnaðasti bíll sem Frakkar hafa sent frá sér í háa herrans tíð. Alls eru verðlaunin orðin 21 sem Catcus hefur hreppt og má þar nefna „Bíll ársins 2015“ í Danmörku, Króatíu og á Spáni, „Best Hatchback of the year“ hjá TopGear Magazine. Þá er hinn franski Cactus tilnefndur til tveggja af stærstu bílaverðlaunum ársins sem eru „Bíll árs­ins 2015“ í Genf og „Heims­bíll árs­ins 2015“ í New York.

C4 Cactus er búinn nýjustu kynslóð véla sem eru bæði sparneytnar og léttar. Hann eyðir frá aðeins 3,4 l/100 km og losar einungis frá 89 g/km samkvæmt upplýsingum frá framleiðanda. C4 Cactus er lýst sem hagnýtum þar sem blandast saman djörf hönnun, einfaldleiki og samkeppnishæft verð.

Markmið Citroën var að færa viðskiptavinum meira af því sem skiptir raunverulegu máli með því að nota tækninýjungar og snjalla valkosti til að tryggja flotta hönnun og þægindi í notendavænum og hagkvæmum bíl. Þannig er innanrýmið mjög einfalt og stílhreint og lítið um takka.

Bíllinn verður frumsýndur nk. laugardag milli kl. 12 og 16 bæði hjá Brimborg í Reykjavík og á Akureyri.

Stikkorð: Citroen Cactus