*

Bílar 16. ágúst 2016

Franskur fagurkeri

Renault Talisman var frumsýndur hjá BL um helgina en þessi nýi bíll úr smiðju franska bílaframleiðandans var valinn fallegasti bíll ársins hjá FAI, samtökum bílaframleiðanda.

Renault hefur oft fengið lof fyrir flotta hönnun og þetta er því enn ein rósin í hnappagatið hjá hönnuðum þar á bæ. Talisman er stór og rúmgóður fólksbíll með mikið pláss bæði fyrir fólk og farangur. Hann mun fást einungis í svokallaði Grandtour útfærslu hér á landi. Í Expression útgáfu, sem reikna má með að verði vinsælust, er mjög ríkulegur staðalbúnaður.

Talisman er eingöngu boðinn í dísil útfærslu og eldsneytisnýting er með því lægsta sem í boði er í þessum stærðarflokki eða frá 3,7 lítrum á hundraðið. Bíllinn kemur í misaflmiklum vélarútfrælsum sem skila 110-160 hestöflum. Þetta er eini bíllinn í sínum stærðarflokki sem er fáanlegur með fjórhjólastýringu og Multi Sense akstursstillingakerfi. 

Stikkorð: Renault  • BL