*

Tíska og hönnun 1. maí 2013

Franskur kastali eins og úr ævintýri

Kastali sem getur hýst yfir 100 gesti er til sölu. Kastalinn var byggður árið 1350 og er eins og klipptur út úr ævintýri.

Kastalinn Proche de Genéve er til sölu. Óskað er eftir tilboðum í þessa mögnuðu eign. Sjá nánari upplýsingar hér

Kastalinn er í Frakklandi og í 45 mínútna akstursfjarlægð frá Genf í Sviss. Hann er á jörð sem er 130 hektarar. Á jörðinni eru kanalar, vötn og hesthús. Kastalinn sjálfur er frá 1350 og var síðast gerður upp árið 2002.

Og það er nóg pláss fyrir gesti en 100 manns geta gist í kastalanum sem er 7000 fermetrar. Um 24 svefnherbergi, fjölmargar stofur, arnar, lyftur og minni íbúðir eru í kastalanum.

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Frakkland  • Fasteignir  • Genf