*

Tíska og hönnun 1. júlí 2013

Franskur kastali í Texas

Íburðarmikill og skrautlegur kastali stendur uppi á fallegri hæð fyrir utan Austin í Texas.

Við vatnið Travis í afgirta hverfinu Costa Bella stendur fallegur steinkastali. Kastalinn er að franskri fyrirmynd og stendur á einum hektara lands rétt fyrir utan Austin í Texas. 

Kastalinn er 1266 fermetrar og er svo sannarlega skrautlegur, litríkur og íburðarmikill eins og sjá má í myndasafninu hér að ofan.

Herbergin eru mörg en í húsinu eru vínkjallari, sjö svefnherbergi, níu baðherbergi, eldhús úti á veröndinni og annað stórt innandyra sem búið er fínustu eldhúsgræjum sem völ er á. Stór sundlaug er í garðinum, líkamsrækt í kjallaranum og bíósalur fyrir þá sem vilja slaka á eftir ræktina. 

Eignin kostar rúma 1,2 milljarða króna. Sjá nánar hér. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Austin  • Texas