*

Veiði 15. janúar 2015

Frestur að renna út

Haukadalsá í Dölum er meðal þeirra áa sem bæst hafa í veiðiflóruna hjá SVFR.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur (SVFR), sem árlega býður félögum sínum að sækja um veiðileyfi áður en þau fara á almennan markað, hefur framlengt frest umsókna fram á föstudag.

Á meðal áa sem bæst hafa í veiðiflóruna hjá SVFR er Haukadalsá í Dölum. Áin er talin ein af betri laxveiðiám landsins og þar er veitt á fimm stangir.

Þar að auki býður SVFR nú upp á vordaga í Minnivallalæk en áin er fræg fyrir sína stóru urriða. Enn fremur er boðið upp á haustdaga í Ytri-Rangá, en hún hefur um árabil verið ein aflahæsta á landsins.