*

Heilsa 22. júní 2014

Friðleifur sigraði í Mt. Esja Ultra hlaupinu

Friðleifur Friðleifsson hljóp ellefu sinnum upp á Esjuna á 10 klst., 40 mínútum og 56 skúndum.

Í gær fór Mt.Esja Ultra utanvegahlaupið fram í þriðja sinn við ágætar aðstæður. Samtals voru 103 keppendir skráðir í allar vegalengdir. Fimm einstaklingar luku keppni í Mt. Esja Ultra XI (11 ferðir) og 9 fóru Mt. Esja V (5 ferðir).

Friðleifur Friðleifsson sigraði í flokki 11 ferða á 10 klst., 40 mínútum og 56 sekúndum. Hann bætti brautarmet sitt frá árinnu áður fyrir 10 ferðir en í ár bættist við ein ferð við lengsta hlaupið til að uppfylla kröfur Alþjóðasamtaka utanvegahlaupa um erfiðaleikastig (I-TRA).

Sigurvegari kvenna í 2 ferðum var Eva Skarpaas Einarsdóttir á nýju brautarmeti kvenna á 1:44:51 og bætti hún tímann sinn um 5 mínútur síðan 2012. Í karlaflokki fór Sigurjón Ernis Sturluson með sigur af hólmi á tímanum 1:29:59 sem er aðeins tveimur mínútum frá brautarmeti Björns Margeirssonar síðan 2012.

Í flokki 5 ferða sigraði Sigurður Tómas Þórisson á tímanum 4:26:01, sem er annar besti tíminn frá upphafi.

Stikkorð: Mt. Esja Ultra