*

Menning & listir 12. ágúst 2013

Friðrik Þór heiðursgestur á Skjaldborg

Heimildamyndahátíðin á Patreksfirði tekur við af Pönki á Patró um næstu helgi.

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin helgina 15.-17. ágúst á Patreksfirði. Þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin og í ár verður Friðrik Þór Friðriksson, leikstjóri og framleiðandi, heiðursgestur hátíðarinnar.

Kristín María Sigþórsdóttir, einn Skjaldborgarstjóranna, segir hátíðina vera eina viðburðinn þar sem sérstök áhersla er lögð á heimildamyndagerð á Íslandi. Þarna komi saman áhugamenn og fagfólk. Á hátíðinni verða frumsýndar nýjar íslenskar heimildamyndir og í lok hátíðarinnar verður besta heimildamyndin valin af áhorfendum. Í fyrra sóttu hátíð- ina á milli 400 -500 manns og búist er við svipuðum fjölda í ár.