*

Matur og vín 1. júlí 2012

Friðrik V býður upp á óvissu

Friðrik V. Karlsson hefur kvatt Norðurlandið og er nú kominn suður. Hann opnaði veitingastað við Laugaveg í maí.

Veitingastaðurinn Friðrik V var opnaður 18. maí síðastliðinn á Laugaveginum. Eingöngu er boðið upp á óvissuferðir á kvöldin og sérstök áhersla lögð á íslenskt hráefni.

Friðrik Valur Karlsson matreiðslumaður rekur staðinn ásamt konu sinni, Arnrúnu Magnúsdóttur.

Friðrik segir heimamenn sækja staðinn jafnt sem ferðamenn. Boðið er upp á tvo rétti í hádeginu ásamt súpu á hagstæðu verði. Friðrik rak veitingastaðinn áður á Akureyri en margir kúnnar af Norðurlandi hafa heimsótt nýja staðinn á Laugaveginum.