*

Tíska og hönnun 12. júlí 2013

Friðsæl dýrð í New Canaan

Í bænum New Canaan í Bandaríkjunum er ótrúlegt hús til sölu. Eignin er á mjög friðsælum stað og umvafin fallegum gróðri og landslagi.

Í New Canaan Connecticut er gullfallegt hús til sölu á mjög friðsælum stað. Húsið er á þremur hæðum og í því er lyfta. Lóðin er einstaklega falleg með trjám sem ramma inn veginn upp að húsinu. Á lóðinni eru einnig litlar tjarnir, sundlaug og fallegur gróður.

Fallegt hús stendur við sundlaugina þar sem hægt er að njóta dagsins í sérstakri setustofu. Það getur bara ekki annað verið en að það sé alltaf gaman heima hjá fólkinu sem fær að búa í þessari dýrð.

Í aðalhúsinu eru sex svefnherbergi, níu baðherbergi, bókasafn og allt í allt eru herbergin sautján svo plássið er nóg en húsið er 1100 fermetrar og kostar 860 milljónir króna. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Fasteignir  • Connecticut