*

Menning & listir 10. júlí 2019

Friends yfirgefur Netflix

Ein vinsælasti sjónvarpsþáttur sögunnar mun yfirgefa Netflix á næsta ári.

Bandaríski sjónvarpsþátturinn Friends mun yfirgefa streymisveituna Netflix á næsta ári. Warner Media réttarhafi þáttanna greindi frá þessu í gær. Þættirnir munu flytjast yfir á nýja streymisveitu sem ber nafnið HBO Max og mun verða sett á laggirnar á næsta ári.

Íslenskir aðdáendur þáttanna þurfa þó ekki að örvænta þar sem þættirnir verða enn þá í boði á þeim svæðum sem HBO Max ná ekki til. 

Netflix hefur á síðustu árum greitt um 30 milljónir dollara á ári til þess að halda sýningarréttinum en hefur þurft að greiða um 100 milljónir til að halda sýningarréttinum á þessu ári.