*

Bílar 22. desember 2015

Frítt Spotify með Tesla-bílnum

Nú mun Tesla Motors bjóða upp á frían Spotify Premium aðgang í nýrri hugbúnaðaruppfærslu Model S og X bíla sinna.

Tesla og Spotify hafa nú samið um að hefja samstarf. Þá munu allir Tesla Model S og X bílar hafa aðgang að Spotify Premium, notandanum að kostnaðarlausu.

Þetta samstarf fyrirtækjanna tveggja hefst í ljósi þess að internet-útvarpsþjónustan Rdio sem hefur hingað til séð Tesla-bílum fyrir hljóðstreymisþjónustu leggur upp laupana í dag, 22. desember.

Þá hefur vakið athygli að þjónustan verður aðeins í boði fyrir Tesla-bíla utan Bandaríkjanna - í Evrópu, Asíu og Ástralíu.

Stikkorð: Bandaríkin  • Bílar  • Evrópa  • Tesla  • Bandaríkin  • Tækni  • Spotify  • Model S
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is