*

Bílar 12. nóvember 2017

Frönsk hönnun svíkur ekki

Nýr Renault Koleos, sportjeppi úr smiðju franska bílaframleiðandans, er mættur til leiks.

Róbert Róbertsson

Renault hefur oft fengið lof fyrir flotta hönnun og Koleos er enn ein rósin í hnappagatið hjá hönnuðum þar á bæ. Hönnunin er heilt yfir mjög vel heppnuð bæði að utan og innan. Sportjeppinn er svipsterkur með sterkar en fágaðar línur. Útlínurnar eru straumlínulagaðar og krómskreytingar setja fallegan svip á bílinn.

LED-ljósin eru einkennandi. Þeim tekst oft vel til Frökkunum með hönnunina og þessi sportjeppi svíkur ekki hvað varðar útlitið. Nudd í framsætunum Innanrýmið í Koleos er mjög laglegt og minnir mjög á Talisman sem var valinn bíll ársins á Ísland í fyrra. Þar er stór lóð­ réttur snertiskjárinn aðalmálið. Skjárinn er 8,7 tommu og gerir allt sem stilla þarf í bílnum. Hann tengist R-Link 2 kerfinu sem gerir ökumanni og farþegum kleift að slá inn staðsetningar, hlusta á útvarpið, nota forritin úr símunum og margt fleira sem hugurinn girnist.

Skjárinn virkar eins og spjaldtölva og gefur mikið af upplýsingum og þarna er hægt að stjórna fjölmörgu í bílnum eins og m.a. inniljósum en hægt er að skipta um lit eins og maður vill. Þessi stemningslýsing er mjög flott og skemmtilegur valkostur og hluti af Multi Sense akstursstillingakerfi bílsins. Það er meira að segja boðið upp á nuddstillingu í framsætunum.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.
Stikkorð: bílar  • Renault  • Koleos