*

Ferðalög & útivist 24. nóvember 2013

Frönsku Alparnir heilla mest

Fleiri ætla í skíðaferðirtil útlanda í ár en í fyrra.

Þegar kemur að utanlandsferðum verður ekki sagt að skíðaferðir séu þar efstar á blaði, en þó er ákveðinn hópur fólks sem fer ítrekað á skíði erlendis. Er það ekki síst vegna þess að undanfarin ár hefur ekki beinlínis viðrað vel til skíðaiðkunar innanlands. 

Könnun Ferðamálastofu sýnir einnig að fleiri ætla á skíði erlendis í ár, en fóru í slíkar ferðir í fyrra. Í könnun Ferðamálastofu frá því í fyrra kemur fram að af þeim semfóru í ferð til útlanda það árið fóru um 2% aðspurðra í skíðaferð til útlanda. Þá er áhugavert að sjá að þegar fólk er spurt í hvaða ferðir það gerir ráð fyrir að fara í árið 2013 segjast 2,6% ætla í skíðaferð til útlanda. Um 8,4% segjast svo ætla í skíðaferð innanlands.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.

Stikkorð: Skíði