*

Hitt og þetta 11. nóvember 2005

Frontur flytur netþjóna úr landi

vegna mikils kostnaðar á niðurhali og ótrausts netsambands

Frontur ehf, sem rekur fjölda vefsetra á Íslandi, hefur ákveðið að flytja alla þá netþjóna sem sinna erlendum viðskiptavinum úr landi vegna mikils kostnaðar á niðurhali og ótrausts netsambands um Farice strenginn.

Frontur rekur til að mynda vefsetur fyrir Danskan, Bandarískan og Kínverskan markað. Barnaland.is, bloggland.is og dyraland.is, sem einnig er í eigu Fronts, munu þó áfram verða hýstir á Íslandi til að forða innlendum aðilum frá kostnaði.

Stjórn Fronts skorar á ráðamenn að grípa í taumanna því ekki er auðvelt að fá fyrirtæki heim aftur með þá netþjóna sem flutir eru úr landi. Það er alveg ljóst að hér eru störf og tekjur að tapast fyrir þjóðarbúið þar sem margir aðilar í skildum rekstri hafa þegar tekið af skarið og flutt sýna netþjóna úr landi.