*

Hitt og þetta 9. júní 2013

Frosti: Skammast mín mest fyrir Merlín töframann

Viðskiptablaðið leitaði til nokkurra einstaklinga og spurði hvaða sjónvarpsþátt þeir skammast sín mest fyrir að horfa á.

Lára Björg Björnsdóttir

„Sjónvarpsglápið hefur farið minnkandi hjá mér undanfarin ár. Nú orðið horfi ég aðallega á fréttir og fræðsluþætti,” segir Frosti Sigurjónsson alþingismaður og rekstrarhagfræðingur. Frosti lumar þó á nokkrum leyndarmálum þegar kemur að sjónvarspáhorfi: „Ég horfði auðvitað á alla þættina um Húsið á sléttunni og svo þættina um Onedin skipstjóra en það er svo langt síðan að ég man ekki hvort þetta var í lit."

Og þá að mesta leyndarmáli Frosta: „Ég hef stundum lent í að horfa á sjónvarpsefni sem er hvorki fræðandi né skemmtilegt. Þar ber líklega hæst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, en mest skammast ég mín líklega fyrir að hafa horft á nokkra þætti um Merlín töframann. Er sú sería alveg örugglega hætt?” 

Nánar er spjallað við Frosta og fleiri í Viðskiptablaðinu um hvaða þætti þeir skammast sín mest fyrir að horfa á. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér.