*

Bílar 16. júní 2020

Frumsýna Bronco á afmælisdegi O.J.

Ford frumsýnir nýjan Bronco þann 9. júlí sem er afmælisdagur O.J. Simpson en hann flúði frá lögreglu á Ford Bronco.

Bílaframleiðandinn Ford mun frumsýna nýjan Bronco þann 9. júlí næstkomandi. Dagsetningin vekur athygli þar sem 9. júlí er afmælisdagur hafnaboltakappans umdeilda O.J. Simpson. Frá þessu er greint á vef Fox.

Eins og frægt er flúði Simpson frá lögreglu árið 1994 á hvítum Ford Bronco, í kjölfar andláts fyrrverandi konu hans Nicole Brown Simpson og vinar hennar Ronald Goldman. Því vaknar upp sú spurning hvort félagið hafi valið afmælisdag Simpson fyrir frumsýningu bílsins í von um meiri athygli, en bílaframleiðandinn segir að þetta sé tilviljun.

Bílinn fer í sölu árið 2021 og verður fáanlegur með tvær eða fjórar hurðir og færanlegu þaki. Framleiðslan fer fram í Wayne, Bandaríkjunum. Bréf Ford hafa hækkað um 1% það sem af er dags.

Stikkorð: Ford Bronco  • O.J. Simpson