*

Bílar 4. október 2019

Frumsýna Ford Ranger pallbíl

Á laugardaginn verður glænýr pallbíll frá Ford frumsýndur í Brimborg, en hann er með 80 cm vaðdýpt og burðargetu upp á tonn.

Róbert Róbertsson

Glænýr Ford Ranger pallbíll verður frumsýndur í Brimborg nk. laugardag. Ford Ranger er einn mest seldi pallbíll í Evrópu.

Ford Ranger er fjórhjóladrifinn, sterkbyggður og öflugur pallbíll fyrir allskonar verkefni. Ford Ranger er hár frá vegi með 23,7 cm veghæð og vaðdýptin er 80 cm og er lítið mál að skipta á milli framdrifs og fjórhjóladrifs. Burðargetan er upp á 1 tonn og svo er hann með dráttargetu með krók allt að 3.500 kg.

Ford Ranger nú með meiri tækni en áður m.a. með innbyggðu FordPass Connect. Með því kerfi er hægt að opna og læsa bílnum, gangsetja hann og tengja WiFI hotspot. Öryggisbúnaðurinn er einnig mjög mikill, þar má nefna árekstrarvari sem nemur einnig gangandi og hjólandi vegfarendur, veglínuskynjari, umferðaskiltalesari, hraðastillir með takmarkara o.m.fl.

Ford Ranger verður fáanlegur í þremur búnaðarútfærslum eða Raptor og Wildtrak með 213 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 500 Nm og nýrri 10 gíra sjálfskiptingu og XL útgáfu með 170 hestafla sparneytinni dísilvél sem togar 420 Nm og 6 gíra beinskiptingu. Ford Ranger verður frumsýndur nk. laugardag í Brimborg, bæði í Reykjavík og á Akureyri frá 12-16.

Stikkorð: Brimborg  • pallbíll  • Ford Ranger  • burðargeta