*

Bílar 12. desember 2014

Frumsýna nýjan Renault Trafic

BL við Sævarhöfða mun frumsýna nýjan Trafic á morgun, en tvær gerðir af bílnum verða í boði fyrir kaupendur.

Á morgun, laugardag milli klukkan 12 og 16, verður nýr og endurhannaður Renault Trafic kynntur hjá BL við Sævarhöfða.

Mismunandi gerðir eru í boði í nýjum Trafic, en meðal breytinga má nefna nýja og endurbætta fjöðrun og lengri undirvagn. Innréttingin í nýjum Trafic hefur verið endurhönnuð, m.a. seta ökumanns og afstaða gagnvart stýri og öðrum stjórntækjum, og er hún nú líkari því sem almennt gerist í fjölskyldubílum af millistærð. Mælaborðið er nýtt og nú er tölvugeymsla í miðjusæti sem nota má sem skrifborð.

Tvær lengdir eru í boði, annars vegar 5 metra langur (4999 cm) og hins vegar 5,4 metrar (4399 cm) sem báðar er hægt að fá með lágþekju og háþekju. Á morgun verða lengri og styttri gerð Trafic kynntar, báðar með lágþekju.

Styttri gerðin er með 253 cm langt flutningsrými. Rúmmál þess er 5,2 m3 og burðargetan 1,2 tonn. Lengri gerðin er með 293 cm langt flutningsrými. Rúmmál þess er 6,0 m3 og burðargetan er einnig 1,2 tonn. Á næsta ári verða tvær útgáfur til viðbótar kynntar, annars vegar 9 manna farþegabíll og hins vegar lengri gerð Trafic með háþekju.

Stikkorð: Renault Trafic