*

Hleð spilara...
Bílar 14. janúar 2014

Frumsýndu nýjan C í Detroit

Bíllinn er nauðalíkur stóra bróðurnum S Class.

Bílasýningin í Detroit hófst í gær. Talsvert er um heimsfrumsýningar í bílaborginni.

Mercedes Benz frumsýndi nýjan C Class. Svipar honum mjög til stóra bróður, S Class, sem Viðskiptablaðið reynsluók fyrir skömmu.

C Class er mest seldi bíll Mercedes Benz og hefur notið mikilla vinsælda í Norður Ameríku.