
Á morgun, laugardag, mun Volkswagen á Íslandi frumsýna e-Golf. Markmið Volkswagen með þróun e-Golf er að gera rafbíla að valkosti fyrir hinn almenna bíleiganda. Bílinn verður frumsýndur í Heklu.
Helstu breytingarnar sem e-Golf eigandi upplifir í akstri er að bíllinn er sagður fullkomlega hljóðlátur og hefur aðeins einn drifgír. Rafhlaðan í bílnum er einnig sögð mjög endingargóð en Volkswagen veitir 8 ára ábyrgð á rafhlöðunni sem er hönnuð til að taka sem minnst pláss.
Akstursdrægni bílsins er allt að 190 km við bestu aðstæður.