*

Bílar 21. mars 2014

Frumsýningar hjá Lexus og BL

Tvær áhugaverðar frumsýningar verða um helgina. Annars vegar í Kauptúni og hins vegar að Sævarhöfða.

Nýr Lexus CT 200h og nýr Renault Megane verða frumsýndir hér á landi um helgina. Lexus Kauptúni verður með sýningu á laugardag þar sem nýr Lexus CT 200h verður í aðalhlutverki. Töluverðar útlitsbreytingar hafa verið gerðar á CT 200h sem þykir allt í senn sportlegur, hljóðlátur og hagkvæmur. Einnig verður boðið upp á reynsluakstur á öðrum Lexus gerðum; IS 300h GS 450h og RX 450h. Sýningin hjá Lexus Kauptúni verður á morgun, laugardag frá kl. 12:00 – 16:00.

Á sama tíma á morgun mun nýr Renault Megan verða í BL að Sævarhöfða 2. Renault Megane hefur verið einn söluhæsti bíll BL undanfarin misseri enda laglegur bíll með afar sparneytnum dísilvélum. BL frumsýnir nú nýjustu gerð bílsins og mun sjálfskiptur dísilbíll kosta frá kr. 3.590.000 en eldsneytisnotkun hans er aðeins 4,2 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Sparneytnasta útgáfa bílsins notar hinsvegar aðeins 3,5 lítra á hundraðið í blönduðum akstri og er hægt að komast 1700 kílómetra á tankfylli – eða sem nemur einum hring í kringum landið.