*

Bílar 11. janúar 2017

Frumsýningarveisla hjá Heklu

Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, netti sportjeppinn Audi Q2.

Boðið verður upp á mikla frumsýningarveislu hjá Heklu nk. laugardag en þá verða frumsýndir nýir bilar frá Audi, Volkswagen og Mitsubishi.

Ókrýnd frumsýningarstjarna dagsins er án efa nýjasti Q-meðlimur Audi, netti sportjeppinn Audi Q2. Þetta er glænýr bíll úr smiðju þýska lúxusbílaframleiðandans og hefur hans verið beðið með nokkurri eftirvæntingu. Audi frumsýnir einnig öfluga lúxusjeppann SQ7. Með 435 hestöfl og 900 Nm togkrafti er nýja Audi SQ7 TDI tvímælalaust öflugasta dísilvélin í flokki sportjeppa en hún fer með bílinn úr kyrrstöðu upp í 100 km/klst. á aðeins 4,8 sekúndum.

Mitsubishi frumsýnir snaggaralega sportjeppann ASX með nýju útliti. ASX er ekki aðeins orðinn sportlegri heldur státar hann einnig af góðri veghæð og aflmikilli dísilvél. Nýr Volkswagen up! verður einnig kynntur til leiks en hann er sprækur borgarbíll. Up! kemur í mörgum skemmtilegum útfærslum og er fáanlegur í metan- og rafmagnsútfærslu. Að auki hefst forsala á nýjum e-Golf sem kemst nú allt að 300 kílómetra á einni rafmagnshleðslu og tengiltvinnbílnum Golf GTE sem er jafnvígur á rafmagn og bensín. Volkswagen atvinnubílar forsýna svo aðra kynslóð Volkswagen Amarok. Þessi nýi pallbíll kemur með einstaklega aflmiklum 3.0 lítra V6 dísilvélum með allt að 550 Nm togi og átta gíra sjálfskiptingu.

Stikkorð: Hekla  • frumsýning  • Audi Q2  • Mitsubishi ASX