*

Bílar 17. apríl 2015

Fullt af bílasýningum um helgina

Toyota, BL, Hekla, Höldur og K. Steinarsson verða með sérstakar bílasýningar um helgina.

Toyota verður með bílasýningar á Akureyri, Selfossi, í Reykjanesbæ og Kauptúni í Garðabæ á morgun, laugardag frá kl. 12 – 16.

Á sýningunni verða fjölmörg afmælistilboð Toyota kynnt auk þess sem ný leið við bílakaup, Toyota FLEX verður boðin í fyrsta sinn. Hjá Toyota Kauptúni stendur sýningin í tvo daga, laugardag og sunnudag frá kl. 12 - 16. Þar verður fullkominn ökuhermir þar sem gestir geta sest undir stýri á GT86 sportbílnum og sýnt kunnáttu sína og ökuleikni.

Hermirinn er búinn sömu stjórntækjum og raunverulegur GT86 og stendur á vökvadælum sem líkja eftir hreyfingum bílsins í brautinni. THX Surround hljóðkerfi sér síðan til þess að upplifunin af hljóðinu í bílnum verður mjög raunveruleg. Einnig verður á sýningunni hjá Toyota Kauptúni kappakstursbíllinn TS030 HYBRID sem hefur m.a. tekið þátt í Le Mans þolaksturskeppninni.

Nóg um að vera

Það verður nóg um að vera á morgun því þá verður einnig haldin BMW sýning í höfuðstöðvum BL þar sem fallgskippið BMW 7-línan verður m.a. til sýnis. Þá verða einnig BMW 3-lína í Gran Tourismo útfærslu og 2-línar til sýnis.

Þá mun Höldur á Akureyri vera með sérstaka sýningu á nýjum Mercedes-Benz B-Class og Kia Sorento á Akureyri á morgun kl. 12-16. Þá mun K. Steinarsson í Reykjanesbæ einnig sýna Kia Sorento jeppann á morgun kl. 12-17.

Bílaumboðið Hekla mun svo frumsýna Volkswagen Passat um helgina eins og greint var frá í gær. Þetta er áttunda kynslóð Volkswagen Passat, sem hefur verið framleiddur óslitið síðan 1973 í alls um 22 milljónum eintaka.

Stikkorð: Toyota  • Hekla  • Höldur  • BL  • K. Steinarsson