*

Hitt og þetta 3. október 2013

Kristín Soffía: Fullur bíll af börnum er hamingja

Eftir vinnu, fylgirit Viðskiptablaðsins, er komið út. Kristín Soffía Þorsteinsdóttir er í ítarlegu viðtali í blaðinu.

Lára Björg Björnsdóttir

„Ég passaði bræður mína töluvert þegar ég var yngri. Þegar ég var 10 ára var Einar fimm ára, Mummi tveggja ára og Halldór eins árs. Á því tímabili passaði ég þá á daginn, kvöldin, sótti þá til dagmömmu, fór með þá út að ganga og svæfði þá í vagninum,“ segir Kristín Soffía Þorsteinsdóttir, eiginkona Ólafs Stefánssonar, handboltamanns. 

Hún rifjar þetta upp hlæjandi en spurð hvort þetta hafi ekki verið mikið álag svarar hún: „Jú kannski, ég var allavega nokkuð bundin af bræðrum mínum og ekki tími til að fara í sumarbúðir eða annað slíkt á sumrin.“ Þegar hún er beðin að rifja upp hvað hún hafi verið gömul þegar hún var svona bundin, svarar hún: „Tíu ára!“ og síðan er hlegið hátt.

Kristín Soffía segist alltaf hafa langað til að eignast fullt af börnum. „Ég get ekki útskýrt af hverju mig langaði svona mikið í slatta af börnum, ég hefði alveg eins getað verið komið með meira en nóg af krökkum. Þegar ég sá fólk með fullan bíl af börnum hugsaði ég að þetta væri hamingja.

Kristín Soffía var 24 ára þegar hún eignaðist sitt fyrsta barn. Var Óli jafn spenntur fyrir barneignum og hún? „Óli hefur aldrei verið viss um eitt einasta barn. Ég hef þurft að sannfæra hann í hvert skipti.

Kristín Soffía Þorsteinsdóttir, eiginkona Ólafs Stefánssonar handboltamanns, er í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Eftir vinnu sem kom út í dag. Í blaðinu segir hún frá því hvernig það er að láta handboltaferil ráða búsetu hverju sinni, uppvextinum og hver það var eiginlega sem ákvað að fjölskyldan skyldi flytja heim til Íslands. 

Fylgist með Eftir vinnu hér á Facebook.

Stikkorð: Eftir vinnu