*

Hitt og þetta 11. ágúst 2015

Fundur Pompidou og Nixon á Kjarvalsstöðum

Skemmtilegt myndband af því þegar Bandaríkjaforseti og Frakklandsforseti koma til fundar í Reykjavík árið 1973.

Einn stærsti fundur erlendra þjóðarleiðtoga á Íslandi var haldinn á Kjarvalsstöðum í lok maí árið 1973. Richard Nixon Bandaríkjaforseti og George Pompidou Frakklandsforseti ræddu þar m.a. samstarf þjóðanna í Atlantshafsbandalaginu, ásamt utanríkisráðherrum sínum.

Fluttir voru brynvarðir bílar til landsins vegna komu Nixon en Pompidou fékk hins vegar Citroen DS að láni hér á landi.

Vísir greindi frá því að bíll Nixons lenti í árekstri í Reykjavík. Þegar bilalestin var að fara frá Kjarvalshúsinu seinni dag fundarins lenti varabill forsetans i árekstri við rútu við innkeyrsluna að húsinu.

Varð allsnarpur árekstur og rifnaði bretti af rútunni að mestu auk annarra skemmda, en á Cadillac Nixons mátti greina þrjár rispur, — en ekki lét málmurinn undan að öðru leyti.Suður á Keflavikurflugvöll brunaði Nixon á öðrum skotheldum bil af Lincoln-gerð.

Á myndbandinu má sjá Nixon og Pompidou koma til fundarins.