*

Ferðalög & útivist 9. desember 2013

Furðulegar skoðunarferðir

Gömul klósett, verksmiðjuhverfi að næturlagi og morðsenur eru dæmi um öðruvísi skoðunarferðir.

Ef ferðalangar eru orðnir þreyttir á listasöfnum og gömlum kirkjum má alltaf hugsa út fyrir kassann og finna skoðunarferðir sem eru óvenjulegar því það er ótrúlega margt í boði ef betur er að gáð. Á CNN er grein þar sem taldar eru upp tíu skoðunarferðir sem þykja alveg ótrúlega skrýtnar.

Á Jamaica bjóða kannabisræktendur til dæmis upp á skoðunarferðir um akrana sína með leiðsögumanni.

Í Hollywood í Kaliforníu er boðið upp á skoðunarferð sem heitir Dearly Departed tours. Þar eru staðir sem tengjast morðóðu Mansonfjölskyldunni heimsóttir og einnig keyrt framhjá hótelum þar sem John Belushi, Whitney Houston og Janis Joplin dóu.

Í Kanagawa í Japan gefst ferðamönnum tækifæri til að skoða verksmiðjuhverfi að nóttu til. Ferðirnar eru ótrúlega vinsælar en svæðin eru lýst upp og þátttakendum er boðið upp á kokteil að ferð lokinni.

York á Englandi er ein elsta borg Evrópu. Þar er hægt að skella sér í skoðunarferð og kynna sér hvernig Rómverjar og víkingar höguðu sínum klósettferðum í gamla, gamla daga. Í ferðinni er farinn rúntur um þessi eldgömlu klósett og hvað menn og konur notuðust við í stað klósettpappírs.

Hér má sjá nánari umfjöllun um skoðunarferðirnar óvenjulegu.

Stikkorð: Ferðalög  • Gaman  • Skoðunarferðir